Hótel Jökull
Einfalt og þæginlegt
Öll herbergi Hótels Jökuls eru hreinleg, einföld og nútímaleg. Handlaugar eru í öllum herbergjum, ásamt handklæðum og nettengingu en morgunverður er einnig innifalin í herbergisverði.
55 herbergi í boði
Hótel Jökull býður upp á eins, tveggja, þriggja, fjögurra og fimm manna herbergi
Veitingastaður á staðnum
Morgunmatur er innifalinn með öllum herbergjum og á kvöldin er veitingastaðurinn opinn.
Fallegt umhverfi
Einstök náttúrufegurð í kringum hótelið.
Frábær staðsetning
Frábær staðsetning þegar ferðast er um Suðurlandið, með fjölda afþreyingu í kring.
Tveggja manna herbergi með sér baði
- 6 herbergi af þessari gerð
- 17 fermetrar
- 2 x einbreið rúm EÐA 1 tvíbreitt rúm
- Sjónvarp með flatskjá
Tveggja manna / eins pars herbergi með sameiginlegu baði
- 6 herbergi af þessari gerð
- 16 fermetrar
- 1 tvíbreitt rúm eða 2 einbreið rúm
- Handlaug í herbergi
Tveggja manna / eins pars herbegi með sér baðherbergi
- 30 herbergi af þessari gerð
- 35 fermetrar
- 2 x einbreið rúm og 1 tvíbreitt rúm
- Sjónvarp með flatskjá
Eins manna herbergi með sér baði
- 1 herbergi af þessari gerð
- 17 fermetrar
- 1 einbreitt rúm
- Sjónvarp með flatskjá
Þriggja manna herbergi með sér baði
- 10 herbergi af þessari gerð
- 30 fermetrar
- 1 tvíbreitt rúm og 1 einbreitt rúm
- Sjónvarp með flatskjá
Fjögurra manna herbergi með sér baði
- 1 herbergi af þessari gerð
- 32 fermetrar
- 4 einbreið rúm
- Sjónvarp með flatskjá
Fjölskylduherbergi með sér baði
- 1 herbergi af þessari gerð
- 35 fermetrar
- 2 x einbreið rúm og 1 tvíbreitt rúm
- Sjónvarp með flatskjá
Vatnajökulsþjóðgarður
Nærumhverfi
Náttúran í kringum hótelið er algerlega einstök og er nóg að benda á þekkta staði eins og Skaftafell, Jökulsárlón, Skálafellsjökul, Geitafell og Lónsöræfi, sem allir eru staðsettir skammt frá Hótel Jökull. Hrein og óspillt náttúra aðalsmerki Vatnajökulsvæðis, en þar er að finna mikið af ferðaþjónustufyrirtækjum sem bjóða uppá fjölbreytilegar dagferðir.
Næsta þorp er Höfn í Hornafirði, heimabær íslenska humarsins. Þar er hægt að finna alla helstu þjónustu s.s bensínstöð, apótek, matvöruverslanir, kaffihús og veitingastaði.
Á staðnum
Veitingstaður
Hótel Jökull er staddur í hjarta hins margrómaða fjallahrings Hornafjarðar. Veitingastaðurinn bíður því upp á einstakt útsýni til fjalla og jökla. Á matseðli má finna fjölbreytta rétti þar sem íslenskt hráefni er í aðalhlutverki og lögð er áhersla á staðbundna rétti.
Veitingastaðurinn er opinn frá 1. júní til 1. október.
Við hlökkum til að sjá þig.
Um Hótel Jökul
Fjölskyldurekið hótel á besta stað.
Hótel Jökull er fjölskyldurekið hótel, staðsett í nágrenni Vatnajökuls. Landslagið umhverfis hótelið er stórbrotið og mörg herbergjanna hafa frábært útsýni yfir nærliggjandi fjöll. Hótelið er rétt við hringveg nr. 1, um 8 km frá Höfn í Hornafirði og 453 km frá Reykjavík.
Hótelið býður uppá gistingu í 58 herbergjum með veitingastað sem býður upp á morgunverð og kvöldmat. Nettenging er góð á öllu hótelinu og nóg er af bílastæðum fyrir framan hótelið auk hleðslustöðvar fyrir rafbíla.
Starfsfólk Hótel Jökuls er til taks við að ráðleggja gestum varðandi afþreyingu og útivist á á svæðinu, hjálpa til við að bóka dagferðir og skipuleggja ævintýralega dvöl.
Hótelið er vel staðsett fyrir þá ferðalanga sem vilja skoða Vatnajökulsvæðið og Suðurlandið. Það er mikið úrval af afþreyingu í boði nálægt hótelinu, svo sem gönguleiðir, íshellaferðir, vélsleðaferðir, golfvöllur og sundlaug.
Hótel Jökull er aðili að National Park Hotels
Title | Address | Description |
---|---|---|
Nesjum, 781 Höfn í Hornafirði, Iceland |
Staðsetning
Hótel Jökull er frábærlega staðsett
Hótel Jökull er staðsett við hringveg nr. 1 á Suðurlandi. Hótelið er staðsett 8 km frá Höfn í Hornafirði og 453 km frá Reykjavík.
Skaftafell
127 km / 1 klst 30 min akstur
Jökulsárlón
71 km / 56 min akstur
Höfn in Hornafirði
8 km / 9 min akstur
Title | Address | Description |
---|---|---|
Nesjum, 781 Höfn í Hornafirði, Iceland |
Staðsetning
Hótel Jökull er frábærlega staðsett
Hótel Jökull er staðsett við hringveg nr. 1 á Suðurlandi. Hótelið er staðsett 8 km frá Höfn í Hornafirði og 453 km frá Reykjavík.
Skaftafell
127 km / 1 klst 30 min akstur
Jökulsárlón
71 km / 56 min akstur
Höfn in Hornafirði
8 km / 9 min akstur
Gagnlegar upplýsingar
Gott að vita
Innritun / útritun
Innritun er frá kl 15 á komudegi. Útritun er fyrir kl 11 á degi brottfarar.
Morgunmatur
Morgunverður er í boði alla daga. Á sumrin er hann borinn fram frá 7 – 9:30 en á veturna frá 8 – 10.
Móttaka
Móttakan er opin til miðnættis. Frá miðnætti til morguns erum við með símanúmer sem hægt er að hringja í. Starfsfólk okkar er ávallt reiðubúið til aðstoðar.
Veitingastaður og bar
Veitingastaðurinn og barinn á Hótel Jökull er notalegur staður til að slaka á eftir góðan dag. Hann er opinn frá Júní til Október.
Bílastæði
Nóg er af gjaldfrjálsum bílastæðum fyrir framan hótelið.
Afbókanir
Við tökum við afbókunum 14 dögum fyrir komu. Ef þú afbókar með meira en 14 daga fyrirvara, endurgreiðum við þérr dvölina að fullu. Ef þú afbókar með minna en 14 daga fyrirvara þarf að greiða fyrir alla bókuninna.
Sendu okkur línu!
Netfang
info@hoteljokull.is
Sími
478 1400
Heimilisfang
Nesjum 781 Höfn í Hornafirði